List án landamæra

Fátt er betra en list í morgunsárið en jafnréttiskarlarnir skelltu sér á myndlistasýningu á bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Um var að ræða sýningu á vegum listahátíðarinnar List án landamæra sem leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Dagskráin hátíðarinnar er hér.

Á bókasafninu sýnir Þorgbjörn Helgason tréblýantsteikningar. Þorbjörn er 14 ára og var að ljúka við 9. bekk. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann teiknað mjög mikið og skapað sér ákveðinn stíl. Þorbjörn hefur ekki sótt nám í myndlist og er því sjálfmenntaður myndlistamaður. Jafnréttiskörlunum fannst sýningin góð og flott og mæla með að allir sem eiga leið hjá gefi sér tíma til að njóta í stað þess að þjóta.