Greinar ofl.
Liður í rannsóknarvinnunni er að skrifa greinar fyrir innlend og alþjóðleg tímarit. Hér verða tenglar á tímaritin og greinarnar.
Við tókum einnig þátt í Útvarpi Akranes í desember 2020 og má finna upptöku af þættinum hér fyrir neðan.
A Journey from College to Activism
Þessi grein er á ensku og birtist í bandarísku tímariti TASH Connections. Höfundar Gísli Björnsson og Ragnar Smárason.
Tengill á greinina er hér : A Journey From College to Activism
Our essay includes 17 pictures from our academic and social participation during our studies at the university. In January 2016, we were hired by the University of Iceland to work on the research project Equality for All! The aim of the project is to explore the ideas of men labeled as having intellectual disabilities regarding equality, with a special focus on gender equality. We will provide pictures from our participation in national and international academic conferences and our workplace. In the summer of 2016 we took on the role of guerrilla artists, i.e. designed posters and artwork on the issue of equality and displayed them in public places in Reykjavík. Our essay includes photos of our guerilla art and our participation in advocacy, e.g. from a meeting with the president of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, our participation in Reykjavík Pride 2016 where we distributed postcards with statements on equal rights, and meetings with politicians before last year’s elections. The photo essay is narrative, i.e. a collection of photographs that tell a story of our journey from college students to advocates and researchers, and includes 17 photographs.
Skærulist í þágu jafnréttis? Framlag karla með þroskahömlun til jafnréttisstarfa
Þessi grein er á íslensku og birtist í Netlu. Höfundar eru Gísli Björnsson, Harpa Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Ragnar Smárason.
Tengill á greinina er hér: Skærulist í þágu jafnréttis? Framlag karla með þroskahömlun til jafnréttisstarfa
Á undanförnum misserum hafa orðið breytingar í umræðunni um jafnrétti þar sem áhersla er lögð á jafnrétti allra í stað þess að beina sjónum fyrst og fremst að jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur fatlað fólk, og þá sérstaklega fólk með þroskahömlun, áfram verið jaðarsett í íslenskri jafnréttis- og hagsmunabaráttu. Þar sem konur með þroskahömlun hafa verið meira áberandi í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks er mikilvægt að beina sjónum að því hvernig hægt er að virkja karla með þroskahömlun til vitundar um jafnréttismál og þátttöku í jafnréttisstarfi. Í greininni verður fjallað um aðgerðir tveggja karla með þroskahömlun í þágu jafnréttis sem fóru fram í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2016. Aðgerðirnar voru liður í verkefninu Jafnrétti fyrir alla sem styrkt var af Jafnréttissjóði og Rannsóknasjóði HÍ og hafði það að markmiði að skoða viðhorf karla með þroskahömlun til jafnréttismála og leita leiða til að virkja þá til þátttöku í jafnréttisstarfi. Aðgerðirnar voru í anda skærulistar (e. guerrilla art) sem sköpuð er í leyfisleysi þegar enginn sér til og felur í sér ádeilu á ríkjandi menningu og samfélagsskipan. Tilgangurinn er að vekja almenning til vitundar um samfélagsleg málefni. Í greininni er aðgerðunum lýst og hvernig þátttakendur sköpuðu sér rými í miðbænum þar sem þeir höfðu skilgreiningarvaldið og trufluðu gangandi vegfarendur sem stöldruðu við til að skoða veggspjöld, lásu falin skilaboð eða skrifuðu í ferðadagbækur. Aðgerðirnar voru liður í samvinnurannsókn þar sem karlar með þroskahömlun og ófatlaður háskólakennari unnu náið saman og allir aðilar voru virkir þátttakendur í rannsóknarferlinu. Samvinnurannsóknum er ætlað að vera valdeflandi og gefa fólki með þroskahömlun tækifæri til að hafa áhrif á það hvernig fjallað er um líf þess og reynslu. Það takmarkar hins vegar valdið að hafa ekki raunverulegan aðgang að fræðasamfélaginu. Ráðstefnur eru gjarnan haldnar í óaðgengilegu húsnæði, ráðstefnugjöldin eru há og fyrirlesarar nota óþarflega mörg og flókin orð, og hið sama á við um nefndarstörf. Það er því mikilvægt að leita annarra og óhefðbundinna leiða til að gera sig gildandi innan fræðasamfélagsins og jafnréttisbaráttunnar, en skærulistin var einmitt liður í því.