Hér munum við safna saman þeim kennsluaðferðum sem við höfum notað og finnst gagnlegar.

Söguspilið

Markmið: Samhristingur – að hópurinn kynnist.

Söguspliði More than one story … er spil sem hannað er til að rúa bilið á milli fólks á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn. Spilið er gefið út af Frítímanum sem er veftímarit fyrir fagfólk í frítímaþjónustu www.fritiminn.is

Um er að ræða spilastokk. Elsti þátttakandinn dregur svo spil og les það upphátt. Meðan hann heldur á spilinu segir hann hinum þátttakendunum sögu. Hlutverk hinna þátttakendanna er að beita virkri hlustun ásamt því að þeir mega hvetja sögumanninn áfram með því að spyrja spurninga. Þegar sögumaðurinn ákveður að setja spilið niður þá er komið að næsta leikmanni. Hægt er að setja tímamörk á hverja sögu eða á spilatímann í heild sinni ef hópurinn vill. 

Okkur fannst letrið á spilunum ekki nógu aðgengilegt fyrir alla nemendur. Það er líka smátt og fyrirmælin í sumum tilfellum flókin. Þess vegna útbjuggum við okkar eigin söguspil á auðlesnu máli:

 1. Segðu frá hæfileikum þínum
2. Segðu frá einhverju nýju sem þig langar að prófa
3. Segðu frá einhverju sem þú hlakkar til
4. Segðu frá stórum viðburði í þínu lífi
5. Segðu frá einhverju sem þú hefur búið til
6. Segðu frá gjöf sem þú hefur gefið
7. Segðu frá gjöf sem þú hefur fengið
8. Segðu frá skemmtilegri bíómynd sem þú hefur séð
9. Segðu frá skemmtilegri bók sem þú hefur lesið
10. Segðu frá einhverju sem gleður þig.
11. Segðu frá draumastarfinu þínu.
12. Segðu frá fjölskyldu þinni.
13. Segðu frá ferðalagi sem þú hefur farið í.
14. Segðu frá einhverju sem þú hefur týnt
15. Segðu frá einverju sem þú hefur fundið
16. Segðu frá góðum vini

Spurningakeppni - Kahoot

Markmið: Að fara yfir viðfangsefni (innlögn) kennslustundarinnar.

Við höfum góða reynslu af því að nota Kahoot http://kahoot.com

Þegar við höfum notað Kahoot þá hefur það yfirleitt verið í lok kennslustundarinnar. Nemendum finnst það mörgum vera umbun að fá að enda tímann í Kahoot. 

Það sem þarf að vera til staðar í skólastofunni til þess að geta notað Kahoot er skjávarpi, þráðlaust net
og ssnjalltæki. Skemmtilegast er að hver nemandi sé með eitt snjalltæki (síma eða spjald),
en einnig er hægt að skipta nemendum í litla hópa þar sem hver hópur hefur eitt tæki.

Kennarinn býr til spurningakeppnina fyrirfram og varpar henni upp á skjávarpa. Nemendur svara síðan á símunum/spjöldunum. 

Okkur finnst gott að lesa spurningarnar fyrir hópinn til að gera spurningakeppnina aðgengilegri. Það þarf þá líka að lesa svörin. Það ætti að vera hægt að tengja þetta hjálpartækjum fyrir fatlaða nemendur eins og til dæmis rofum. 

Myndaritgerðir (photo essay)

Markmið: Að nemendur nota röð af myndum sem eiga að kynna ákveðna hugmynd eða segja sögu. 

Við höfum sjálfir notað myndaritgerðir í okkar aktívisma og má finna dæmi hér á heimasíðunni https://jafnrettifyriralla.is/verkefni/myndaritgerdir/

Ritgerðaskrif er ekki aðgengilegt fyrir alla nemendur en myndaritgerðir býður upp á gott mótvægi við skriflegum verkefnum. 

Við höfum unnið tvenns konar myndaritgerðir: 

a) Þemaritgerðir: Tekur fyrir ákveðið viðfangsefni eða álitamál (þema). Myndirnar eiga að geta staðið sjálfar án þess að þurfa skýringartexta.

b) Söguritgerðir:  Ritgerðin er saga eða frásögn og yfirleitt sett upp í tímaröð. Myndirnar eiga að geta staðið sjálfar án þess að þurfa skýringartexta, en þegar þeim er raðað saman þá segja þær sögu.

Hvernig á að velja viðfangsefnið?

  • Viðfangsefnið á að tengjast áfanganum
  • Nemandinn velur sér viðfangsefni sem honum finnst mikilvægt
  • Nemandinn skoðar fjölmiðla og veltir fyrir sér hvaða viðfangsefni eru mikilvæg fyrir samfélagið
  • Það getur verið gagnlegt að skoða ljósmyndabækur og ljósmyndir á netinu
  • Nemendur taka sjálfir myndirnar (það væri líka hægt að leyfa þeim að nota myndir af netinu)

Dæmi um myndaritgerðir á netinu:

https://expertphotography.com/17-photo-essay-examples-ideas/

https://www.theguardian.com/lifeandstyle/gallery/2013/may/06/hungry-planet-what-world-eats

https://medium.com/re-form/the-micro-dwellings-of-hong-kong-891764164a30