Áfangalýsing

Titill (Lýsandi heiti áfanga): Jafnréttisfræðsla og fjölbreytileiki
Námsgrein: Til dæmis félagsfræði, uppeldisfræði, kynjafræði, fötlunarfræði, eða lífsleikni.
Viðfangsefni: jafnrétti, mannréttindi og mismunum
Þrep 1
Einingafjöldi: 1

Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er bóklegur og er ein kennslustund á viku. Marmkið áfangans er að efla vitunda nemenda varðandi fjölbreytileika samfélagsins og jafnan rétts fólks óháð kyngervi, fötlun, uppruna, stöðu eða annarrar félagslegra þátta. Í áfanganum er fjallað um mannréttindi og alþjóðasamning sem Ísland er aðili að eins og til dæmis samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmálann.

Forkröfur: engar

Lokamarkmið áfanga:
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
• hvað felst í hugtökunum jafnrétti, mismunun og mannréttindi
• að öllum réttindum fylgja skyldur
• hvernig mismunandi hópar ísamfélagsins upplifa forréttind og eða margþætta mismunun

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• greina hvernig misrétti birtist hjá ýmsum hópum s.s. kynjamisrétti
• finna leiðir til að stuðla að jafnrétti
• tengja saman réttindi og skyldur

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð í umfjöllun um jafnréttismál
• geti unnið með öðrum að verkefnum í jafnréttismálum
• geti sýnt frumkvæði
• geti tekið þátt í gagnrýnum samræðum um jafnréttismál

Námsmat
Námsfet felst í:
• Mætingu 25%
• Virkni og þátttaka í tímum 25%
• Skil á heimaverkefnum 25%
• Verkefni og kynning 25%