Jafnréttisfræðsla í framhaldsskólum

Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla er skýrt kveðið á um að skólar þurfi að taka mið af jafnrétti í víðum skilningi í kennsluháttum og námsefni.

Frá árinu 2016 hafa Jafnréttiskarlarnir heimsótt starfsbrautir í FB, MH, FG, FÁ, FVA, Flensborg og Borgarholtsskóla og kynnt niðurstöður verkefnisins og fjallað um hugtök á borð við jafnrétti, mismunun og mannréttindi.

Haustið 2017 kenndu Jafnréttiskarlarnir áfanga við starfsbraut FB. Markmið áfangans er að efla vitund nemenda um fjölbreytileika samfélagsins og jafnan rétt fólks óháð kyngervi, fötlun, kynhneigð, stöðu eða annarra félagslegra þátta. Áfangalýsingin er aðgengileg hér á síðunni.

Hafi skólinn þinn áhuga á jafnréttisfræðslu er best að hafa samband við Kristínu Björnsdóttur kbjorns@hi.is

Gísli að þurrka af kennaratöflunni
Gísli að kenna í FB
Ragnar og Gísli að kenna í FB
Ragnar og Gísli fyrir framan kennaratöfluna

Fyrirlestrar í háskólum

Jafnréttiskarlarnir hafa kynnt nemendum Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands niðurstöður rannsóknarinnar. Ef þið hafið áhuga á að fá okkur í heimsókn hafið þá samband við Kristínu samstarfskonu kbjorns [hjá] hi.is