Myndaritgerðir
Við höfum reynt að finna fjölbreyttar leiðir til að vekja athygli á jafnrétti og mismunun og höfum m.a. birt myndaritgerðir á Facebook. Myndaritgerðir eru röð mynda um ákveðið málefni, segja sögu og eru birtar með eða án texta. Ritgerðirnar byggjast á viðtölum okkar við fatlað fólk og snúa að málefnum sem okkur þykja mikilvæg eins og réttinn til menntunar og atvinnu. Við höfum einnig fjallað um stöðu fatlaðra kvenna og vakið athygli á diplómunámi í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun sem lagðist af vegna skorts á fjárveitingum.
Hættir diplómanámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur?
Eftir tveggja ára tilraunaverkefni þar sem nemendur með þroskahömlun hafa fengið tækifæri til að þroska og nota sköpunargáfu sína og listræna getu í Myndlistaskólanum í Reykjavík er óvissa með framhaldið. Um er að ræða árangursríka tilraun þar sem nemendur hafa aðgang...
Rétturinn til menntunar
Aðildarríki Sameinuðuþjóðanna viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til menntunar á öllum skólastigum án aðgreiningar.Á Íslandi eru leikskólar fyrsta skólastigið og því réttur allra barna að fá tækifæri til að læra og leika með jafnöldrum sínum. Ein...
Rétturinn til atvinnu
"Ég hef unnið á bókasafninu síðan ágúst 2003. Mér líður bara vel hérna, nóg af verkefnum. Hér er gott starfsfólk og góður yfirmaður. Það er mikilvægt að fatlað fólk fái laun eins og aðrir fyrir vinnuna sína." (útskrifaðist úr starfstengdu diplómanámi 2009) "Ég hef...
Staða fatlaðra kvenna
"Mér finnst að við þurfum að horfa á fatlaðar konur í heild. Ekki flokka þær. Fatlaðar konur og ófatlaðar konur það eru allt konur. En fatlaðar konur þurfa að fá þá aðstoð sem þær þurfa til að geta varið réttindi sín. Ég er til dæmis með heyrnar- og sjónskerðingu og...