Ársæll Rafn Erlingsson leikstjóri og kvikmyndagerðamaður aðstoðaði Gísla og Ragnar við að taka upp og útbúa myndbönd til að nota í jafnréttisfræðslunni. Ársæll er nemandi við Menntavísindasvið HÍ í tómstunda- og ferðamálafræði.
Freyja er þroskaþjálfi og hefur lokið MA gráðu í kynjafræði. Freyja tekið virkan þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðasta áratuginn, m.a. sem framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar og sem talskona Tabú. Hún hefur einnig unnið við kennslu og rannsóknir við HÍ. Þátttaka Freyju í Jafnrétti fyrir alla felst í samstarfi við Gísla og Ragnar, að skrifa og hanna leiðbeinandi bækling um samráðsskyldu stjórnvalda við fatlað fólk.
Harpa Björnsdóttir er menntaður vöruhönnuður og myndlistakona. Einnig hefur hún starfað sem stundakennari í Starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun síðustu ár. Þátttaka hennar í Jafnrétti fyrir alla verkefninu hefur falist í því að gera skærulist með Ragnari og Gísla í þeim tilgangi að vekja athygli á því að ekki er gert ráð fyrir öllum í samfélaginu.
Sigurlaug Gísladóttir hefur verið aðstoðarkona Gísla í nokkur ár og aðstoðað hann við störf sín á Menntavísindasviði. Haustið 2020 tók Sigurlaug að sér hlutverk aðstoðarkennara í jafnréttisfræðslunni og að aðstoða Ragnar og Gísla við að skipuleggja vinnustofur fyrir sveitarfélög um virkt samráð.