Samstarfsfólk

Ársæll Rafn Erlingsson

Ársæll Rafn Erlingsson leikstjóri og kvikmyndagerðamaður aðstoðaði Gísla og Ragnar við að taka upp og útbúa myndbönd til að nota í jafnréttisfræðslunni. Ársæll er nemandi við Menntavísindasvið HÍ í tómstunda- og ferðamálafræði.

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir

Embla er félagsfræðingur og talskona Tabú. Hún hefur tekin virkan þátt í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks og hinsegin fólks sl. áratug og starfar nú hjá Háskóla Íslands sem sundakennari og verkefnisstjóri. Þátttaka hennar í Jafnrétti fyrir alla verkefninu hefur falist í að vinna með Gísla og Ragnari að fræðsluefni um samráðsskyldu stjórnvalda við fatlað fólk og skipulagi jafnréttisfræðslu í framhaldsskólum.
Mynd af Eiríki Smith

Eiríkur Smith

Eiríkur er menntaður heimspekingur og fötlunarfræðingur sem hefur starfað með fötluðu fólki á mörkum persónulegrar aðstoðar, fræðistarfs og réttindagæslu. Þátttaka hans í Jafnrétti fyrir alla hefur falist í persónulegri aðstoð við Gísla og aðstoð við að taka viðtöl við þátttakendur rannsóknarinnar.

Freyja Haraldsdóttir

Freyja er þroskaþjálfi og hefur lokið MA gráðu í kynjafræði. Freyja tekið virkan þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðasta áratuginn, m.a. sem framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar og sem talskona Tabú. Hún hefur einnig unnið við kennslu og rannsóknir við HÍ. Þátttaka Freyju í Jafnrétti fyrir alla felst í samstarfi við Gísla og Ragnar, að skrifa og hanna leiðbeinandi bækling um samráðsskyldu stjórnvalda við fatlað fólk.

Harpa Björnsdóttir

Harpa Björnsdóttir er menntaður vöruhönnuður og myndlistakona. Einnig hefur hún starfað sem stundakennari í Starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun síðustu ár. Þátttaka hennar í Jafnrétti fyrir alla verkefninu hefur falist í því að gera skærulist með Ragnari og Gísla í þeim tilgangi að vekja athygli á því að ekki er gert ráð fyrir öllum í samfélaginu.

Mynd af Hrafnhildi Jóhannesdóttur

Hrafnhildur Jóhannesdóttir

Hrafnhildur er viðskipta- og frumkvöðlafræðingur sem hefur starfað sem aðstoðarkona Gísla undanfarin ár. Þátttaka hennar í Jafnrétti fyrir alla hefur falist í að aðstoða Gísla, taka myndir fyrir myndaritgerðir, vefsíðugerð,  hönnun og framkvæmd fjáröflunar.

Sigurlaug Gísladóttir

Sigurlaug Gísladóttir hefur verið aðstoðarkona Gísla í nokkur ár og aðstoðað hann við störf sín á Menntavísindasviði. Haustið 2020 tók Sigurlaug að sér hlutverk aðstoðarkennara í jafnréttisfræðslunni og að aðstoða Ragnar og Gísla við að skipuleggja vinnustofur fyrir sveitarfélög um virkt samráð. 

Mynd af Kristínu Björnsdóttur

Kristín Björnsdóttir

Kristín er prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið með Gísla og Ragnari að því að móta verkefnið og er samstarfskona þeirra í rannsóknarvinnunni og kennslu. kbjorns [hjá] hi.is