Jafnrétti í brennidepli

Gísli og Ragnar höfðu umsjón með útvarpsþætti um jafnrétti í Útvarpi Akranes 95 í nóvember 2019. Útvarp Akranes er útvarpsstöð rekin af Sundfélagi Akraness fyrstu helgi í aðventu ár hvert. Ruth Rauterberg aðjúnkt í þroskaþjálfafræðum við HÍ og góð samstarfs okkar er í útvarpsráði og bauð okkur að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við fengum marga góða gesti. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan í spilaranum og þökkum við Óla tæknimanni fyrir alla aðstoðina.

Viðtal í tímariti ÖBI

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ÖBÍ tók viðtal við okkur um verkefnið Jafnrétti fyrir alla. Viðtalið er á bls 14, í tímariti Öryrkjabandalags Íslands. Hægt er að nálgast tímaritið með því að smella á myndina.

Mynd úr viðtali við Gísla og Ragnar í tímariti ÖBÍ