Í þeim tilgangi að prófa leiðir til árangursríkrar þátttöku í jafnréttisbaráttu fengum við Hörpu Björnsdóttur vöruhönnuð til liðs við okkur og sköpuðum skærulist í Reykjavík yfir sumarmánuðina 2016.

Skærulist

Skærulist (e. guerrilla art) er list sem sköpuð er í leyfisleysi í skjóli nætur eða þegar enginn sér til. Graffað er á vegg, skriðdreki hulinn bleiku barnateppi eða blóm gróðursett á ólíklegum stöðum eða hvað annað sem listamanninum dettur í hug að skapa og skilja eftir á víðavangi.Listamaðurinn Banksy er einn frægasti skærulistamaður samtímans, enginn veit hver hann er en margir þekkja verkin hans. Með skærulist deilir listamaðurinn sýn sinni og skoðunum með samfélaginu, enda felst oft og tíðum í henni ádeila á ríkjandi menningu og samfélagsskipan. Tilgangurinn er að vekja almenning til vitundar um samfélagsleg málefni. Oftast veit enginn hver var að verki, ekkert leyfi var fengið og listamennirnir eru jafnvel sakaðir um skemmdarverk.  Skærulist snýst þannig fyrst og fremst um skilaboð eða ádeilu en ekki afurðina sjálfa eða listrænt gildi hennar. Á mynd 1 má sjá skriðdreka hulinn bleiku teppi sem prjónað er úr 4000 bleikum bútum. Teppið var lagt yfir skriðdreka úr seinni heimsstyrjöldinni í mótmælaskyni við þátttöku Dana í stríðinu í Írak. Vitað er hver var þarna að verki en ekki var fengið leyfi fyrir þessari aðgerð og flokkast hún því undir skærulis

Ferðadagbækur

Eftir aðgerðirnar á bókasafninu ákvað hópurinn að hanna ferðadagbækur og vonaðist til þess að bækurnar myndu ferðast á milli fólks og staða. Þær innihéldu leiðbeiningar á íslensku og ensku um það hvað ætti að gera við þær. Utan á bókunum stóð: „opnaðu mig“ og „open me“ og inni í bókunum voru leiðbeiningar um að viðkomandi mættu skrifa skilboð, teikna, semja ljóð eða hvað sem þeim dytti í hug þegar þau heyrðu eða sæju hugtakið jafnrétti: Skrifaðu skilaboð, teiknaðu, semdu ljóð eða hvað sem er sem þér dettur í hug, þegar þú heyrir eða sérð orðið jafnrétti … Þegar þú ert búin/n, taktu bókina með þér og skildu hana eftir fyrir einhvern annan að finna … Taktu mynd og notaðu myllumerkin #jafnréttifyriralla og #equalityforall svo hægt sé að fylgjast með ferðalagi bókarinnar. Mikil vinna var lögð í að hanna frumlegar og flottar bækur sem myndu vekja áhuga og forvitni.

Við fórum með bækurnar á ýmsa staði, eins og BSÍ, Hörpu, sundlaugarnar, í strætó, ráðhúsið, kaffihús, biðstofur, hótel og hostel. Fyrsta bókin var skilin eftir á BSÍ og daginn eftir fórum við með Hörpu og aðstoðarmanni Gísla á KEX hostel til að skilja aðra bók eftir. Það fyrsta sem þau sáu þar var BSÍ-bókin frá deginum áður. Þannig fengu þau sína fyrstu staðfestingu á að bækurnar væru lagðar af stað í ferðalag. Með því að hvetja fólk til að nota myllumerkin #jafnréttifyriralla og #equalityforall var hægt að fylgjast með bókunum á samfélagsmiðlunum og skrá viðtökusögu þeirra.