Hópurinn Jafnrétti fyrir alla hefur í rúmt ár unnið að handbók um samráð. Handbókin er ætluð þeim sem standa fyrir samráði (ríki og sveitarfélögum) og fötluðu fólki sem tekur þátt í samráði. Handbókin er því rituð á almennu auðlesnu máli. Þau sem að bókina koma eru Gísli Björnsson, Ragnar Smárason, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir.
Útgáfa handbókarinnar er styrkt af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp.