Rannsóknarverkefnið Jafnrétti fyrir alla skoðar aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi. Í upphafi var ætlunin að beina sjónum að jafnrétti kynjanna en hefur þróast í átt að útvíkkun jafnréttisstarfs þar sem einnig er skoðað misrétti sem byggist á stétt, kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, aldri og fötlun. Verkefnið er unnið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands af Gísla Björnssyni og Ragnari Smárasyni í samstarfi við Kristínu Björnsdóttur.
Gísli brautskráðist úr starfstengdu diplómunámi við Háskóla Íslands árið 2013. Hann hefur mikla reynslu af hagsmunabaráttu fatlaðs fólks og var varaformaður NPA miðstöðvarinnar, meðlimur í Gæsarhópnum og er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna.
Ragnar brautskráðist úr starfstengdu diplómunámi við Háskóla Íslands árið 2013. Hann reyndur fyrirlesari og er ásamt Gísla meðlimur í Tjarnarleikhópnum.