Rannsóknarverkefnið Jafnrétti fyrir alla skoðar aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi. Í upphafi var ætlunin að beina sjónum að jafnrétti kynjanna en hefur þróast í átt að út­víkk­un jafn­rétt­is­starfs þar sem einnig er skoðað mis­rétti sem bygg­ist á stétt, kynþætti, þjóðerni, kyn­hneigð, aldri og fötl­un. Verkefnið er unnið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands af Gísla Björnssyni og Ragnari Smárasyni í samstarfi við Kristínu Björnsdóttur.

Mynd af Gísla Björnssyni

GÍSLI BJÖRNSSON

Gísli brautskráðist úr starfstengdu diplómunámi við Háskóla Íslands árið 2013. Hann hefur mikla reynslu af hagsmunabaráttu fatlaðs fólks og var varaformaður NPA miðstöðvarinnar, meðlimur í Gæsarhópnum og er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna.

Mynd af Ragnari Smárasyni

RAGNAR SMÁRASON

Ragnar brautskráðist úr starfstengdu diplómunámi við Háskóla Íslands árið 2013. Hann reyndur fyrirlesari og er ásamt Gísla meðlimur í Tjarnarleikhópnum.