Styrkir

Rannsóknin Jafnrétti fyrir alla fékk styrk úr Jafnréttissjóði og Rannsóknarsjóði HÍ og er unnin af Gísla Björnssyni verkefnastjóra, Kristínu Björnsdóttir dósent og Ragnari Smárasyni verkefnastjóra við Háskóla Íslands. Aðstoðarmenn okkar eru Eiríkur Smith fötlunarfræðingur og Haukur Guðmundsson diplómanemi. 

Verkefnið snýr að aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi. Markmið verkefnisins er að skoða hugmyndir karla með þroskahömlun um jafnrétti og hlutverkaskiptingu kynjanna ásamt því að safna upplýsingum um aðgengi þeirra að jafnréttisstarfi. Auk þess verður skoðað hvernig hægt væri á árangursríkan hátt að auka þekkingu þeirra á jafnrétti og virkja til þátttöku í jafnréttisstarfi.

Ragnar, Kristín og Gísli að taka á móti styrk úr Jafnréttissjóði