Markmið rannsóknarinnar:

Er að skoða hugmyndir karla með þroskahömlun um jafnrétti og hlutverkaskiptingu kynjanna ásamt því að safna upplýsingum um aðgengi þeirra að jafnréttisstarfi. Auk þess verður skoðað hvernig hægt væri á árangursríkan hátt að auka þekkingu þeirra á jafnrétti og virkja til þátttöku í jafnréttisstarfi.

Rannsóknarspurningar:

  • Hvaða hugmyndir hafa karlar með þroskahömlun um jafnrétti og hlutverkaskiptingu karla og kvenna?
  • Hvernig aðgengi hafa karlar með þroskahömlun að jafnréttisstarfi?
  • Hvernig er hægt að virkja karla með þroskahömlun til þáttöku í jafnréttisstarfi?

Markmið jafnréttisfræðslunnar:

Meginmarkmið jafnréttisfræðslunnar er tvíþætt, annars vegar að efla jafnréisfræðslu í starfsdeildum framhaldsskóla og hins vegar að kynna framhaldsskólanemum, óháð námsbraut, fyrir hugmyndum um útvíkkun jafnréttishugtaksins.

Tuttugu og þrír framhaldsskólar starfrækja starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur og nemendur sem ekki geta nýtt sér almennt námsframboð í framhaldsskólum og bjóða Jafnréttiskarlarnir þeim upp á jafnréttisfræðslu í formi vinnustofa. Kennsluáætlanir og námsefni verða aðgengilegar kennurum á heimasíðunni okkar. Jafnréttiskarlarnir bjóða einnig öllum framhaldsskólum á landinu upp á fyrirlestra um útvíkkun jafnréttishugtaksins.