Feður útundan í ákvörðunartökunni
Rannsóknir hafa sýnt að verðandi feðrum finnst þeir oft og tíðum ekki þátttakendur í ákvörðunartökunni um fósturskimun. Í nýjum bæklingi sem gefinn var út af Downs félaginu um fósturskimun var áhersla lögð á foreldra í stað þess að einblína á verðandi móðir. Í bæklingnum kemur fram að mikilvægt sé að verðandi foreldrar íhugi vel hvort fara eigi í skimun og hvað þeir ætla að gera við niðurstöður skimunar kjósi þeir að fara í hana. Mestu máli skiptir að foreldrar hafi ráðrúm, tækifæri og þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir.