Á ferð og flugi - til Akureyrar

Mikið hefur verið um að vera hjá Jafnréttiskarlarnir að undanförnu. Um miðjan maí skelltu þeir sér norður á Akureyri á fund hjá Jafnréttisstofu en þar var vel tekið á móti okkur. Við sögðum þeim frá verkefninu okkar og þær fræddu okkur um hlutverk Jafnréttisstofu. Að því loknu hittum við Gísla Kort Kristófersson lektor í hjúkrunarfræði sem vinnur að alþjóðlegu verkefni sem á að stuðla að því að efla karlmenn í hjúkrunarfræði. Fyrst við vorum komnir alla leið til Akureyrar ákváðum við að skoða okkur um og njóta lífsins. Við fengum okkur borgara á Bautanum og tókum túristamyndir við kirkjuna og fengum að skoða ævintýragarð hjá góðum manni. Að því loknu hittum við Breka Arnarsson, háskólanema og sundmann með meiru. Við tókum viðtal við hann um jafnrétti og spjölluðum um daginn og veginn. Að lokum brunuðum við með agnarsmáum leigubíl, þar sem við vorum eins og sardínur í dós, í Jólahúsið og skoðuðum, versluðum og nutum góða veðursins áður en við tókum flugið heim í vonda veðrið í Reykjavík.