Sveitarfélög landsins eiga von á glaðningi frá jafnréttiskörlunum.

Gísli og Ragnar ætla að senda öllum sveitarfélögum landsins eintak af handbók um samráð. Linkur á handbókina.

Handbókin er ætluð þeim sem standa fyrirsamráði (ríki og sveitarfélögum) og fötluðu fólki sem tekur þátt í samráði.

Handbókin er gefin út af Jafnrétti fyrir alla og Menntavísindasviði Háskóla Íslands í kjölfar breytinga á íslenskum lögum um þjónustu við fatlað fólk. Landssamtökin Þroskahjálp styrktu útgáfuna.

Handbókin er rituð á almennu auðlesnu máli. Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir félags- og kynjafræðingur og Freyja Haraldsdóttir þroskaþjálfi og kynjafræðingur aðstoðuðu við ritun handbókarinnar