Að komast ekki á klósettið
Í síðustu viku birtum við pistil eftir AÐGENGILEGA HÓPINN og eitt af því sem þau eru að berjast fyrir er aðgengileg salernisaðstaða í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ sem er í Stakkahlíð. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að sumir fatlaðir stúdentar þurfi að venja sig á að halda í sér svo klukkutímum skiptir, takmarka vatnsdrykkju eða jafnvel að kaupa bleiur til að nota á skólatíma. Við vitum til þess að fatlaðir stúdentar hafi þurft að fara heim áður en tímum eða verkefnavinnu lýkur – til að komast á klósettið. Það er ólýsanlega niðurlægjandi að komast ekki á klósettið. Meðfylgjandi er myndband um mismunandi hópa sem hafa ekki greiðan aðgang að salernisaðstöðu í opinberu rými. Það er á ensku en stutt og auðskilið. Nánari upplýsingar um klósettverkefnið má finna hér: Around the toilet