Hatursorðræða þýðir það þegar einhver eða einhverjir segja eitthvað ljótt um aðra manneskju vegna þess að hún tilheyrir minnihlutahópi. Hatursorðræða snýst um það þegar gert er lítið úr manneskju vegna þess að hún tilheyrir ákveðnum hópi. 

Það að tala illa um aðra er ekki alltaf hatursorðræða. 

Samkvæmt ráðherranefnd Evrópuráðs nær orðið hatursorðræða yfir tjáningu sem hefur það markmið að ýta undir og hvetja til fordóma gagnvart ákveðnum hópum í samfélaginu. 

Þeir sem verða fyrir hatursorðræða geta til dæmis verið fatlað fólk, konur, fólk af erlendum uppruna og hinsegin fólk.

Í sumum löndum er hatursorðræða bönnuð með lögum en ekki allsstaðar. Í íslenskum hegningarlögum kemur orðið „hatursorðræða“ aldrei fyrir. 

 

Ef þú hefur orðið fyrir hatursorðræðu eða líður illa vegna fordóma er hægt að leita til: