Okkar langar að deila með ykkur reynslu okkar af Kahoot spurningaleiknum í kennslu. Við notum Kahoot oftast í lok kennslustundarinnar og nemendum finnst það mörgum vera umbun að fá að rifja upp viðfangsefnið í fjöri og stemmingu. kahoot.com
Það sem þarf að vera til staðar í skólastofunni til þess að geta notað Kahoot er skjávarpi, þráðlaust net og snjalltæki. Skemmtilegast er að hver nemandi sé með eitt snjalltæki (síma eða spjald), en einnig er hægt að skipta nemendum í litla hópa þar sem hver hópur hefur eitt tæki.
Okkur finnst gott að lesa spurningarnar fyrir hópinn til að gera spurningakeppnina aðgengilegri. Það þarf þá líka að lesa svörin. Það ætti að vera hægt að tengja þetta hjálpartækjum fyrir fatlaða nemendur eins og til dæmis rofum.