Áslaug Ýr háskólanemi

Freyja Haraldsdóttir þroskaþjálfi og MA í kynjafræði
“Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks er ákvæði sem fjallar um fatlaðar konur vegna þess að það er viðurkennt að við verðum fyrir misrétti sem er stundum annarskonar og flóknara heldur en ófatlaðar konur og fatlaðir karlar. Sem dæmi þá þurfa ófatlaðar konur víða um heim að berjast fyrir því að fá að fara í fóstureyðingu eða fara eftir ólöglegum leiðum sem stofna heilsu þeirra og öryggi í hættu. Á meðan eru fatlaðar konur jafnvel þvingaðar í fóstureyðingu. Þá er það oft þannig fyrir ófatlaðar konur að það er ætlast til þess að þær séu sætar og fínar á meðan fatlaðar konur og fatlaðir karlar eru álitin kynlaus. En í grunninn er sameiginlega vandamálið að við fáum ekki að skilgreina líkama okkar og þarfir sjálf.
Nú er búið að fullgilda samninginn en ég tel að við þurfum að lögfesta hann svo hann sé ekki bara einhver falleg orð á blaði heldur að okkur beri að fylgja því sem stendur í honum. Og svo skipti líka máli að fatlað fólk af öllum kynjum geti haft NPA ef það vill. Fyrir mig sem fatlaða konu gerir NPA mig öruggari og dregur úr líkunum á að ég verði fyrir ofbeldi, m.a. því þá þarf ég ekki að vera á stofnun og ræð því hver aðstoðar mig.“

Ína Valsdóttir, Sendiherra samnings Sameinuðuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Katrín Guðrún Tryggvadóttir, dagskrárgerðakona
