Rétturinn til menntunar

Aðildarríki Sameinuðuþjóðanna viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til menntunar á öllum skólastigum án aðgreiningar.

Mynd af börnunum í leikskólanum Vinagarði

Börn í leikskólanum Vinagarði

Á Íslandi eru leikskólar fyrsta skólastigið og því réttur allra barna að fá tækifæri til að læra og leika með jafnöldrum sínum. Ein helsta hindrun skóla án aðgreiningar í leikskólum er aðgengilegt húsnæði. Við heimsóttum börnin í leikskólanum Vinagarði sem sögðu okkur að í leikskólum leika allir saman og hafa gaman
Mynd af Kristmundi, nemanda í Öldutúnsskóla

Kristmundur, 14 ára nemandi í Öldutúnsskóla

“Við erum allskonar krakkar í þessum skóla”
Mynd af Sigurði Breka, nemanda í FB.

Sigurður Breki nemandi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti

“Ég var í Hólabrekkuskóla en er núna í FB. Hér er gott félagslíf. Í skólanum erum við í stærðfræði og íþróttir og svona. Í FB eru bara ágætir nemendur og allir velkomnir. Þetta er stór skóli og margir nemendur”.
Mynd af Mörtu, nemanda í FB

Marta, nemandi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti

“Ég er í FB og mér finnst þetta bara fínn skóli. Það er allt í lagi félagslíf hér. Stundum mjög gaman. Ég er að læra svona íslensku og svoleiðis en ég er líka í sjónlistum. Mjög gaman. Vinkonur mínar eru í þessum sama skóla.”.

Jóhanna Þórkatla nemandi í starfstengdu diplómunámi á Menntavísindasviði HÍ

“Það er æðislegt að vera í háskólanum. Ég var í námskeiðinu Tjáningu og samskipti og í Fötlunarfræði. Ég hef ekki farið í vísindaferðir. Það sem mér finnst best við námið er að ég er að fara að útskrifast núna í vor”.
Mynd af Hauki Guðmundssyni

Haukur Guðmundsson, jafnréttiskarl og nemandi í starfstengdu diplómunámi við HÍ

“Mér finnst mjög gaman að vera í diplómunáminu og það hefur gefið mér mjög mikið. Það hefur verið fjölbreytilegt. Mér finnst að sjálfsögðu að skóli eigi að vera fyrir alla. Mér finnst háskólinn vera virkilega góður skóli. Það er flott hérna, allir nemendurnir og kennararnir. Ég hef farið í vísindaferðir og einhver partý. Mér finnst það mjög mikilvægt að fatlað fólk fái að vera í námi því það á það jafn mikið skilið og ófatlað fólk”.
Mynd af Kristni Sigurði, háskólanema

Kristinn Sigurður, háskólanemi

“Ástæðan fyrir því ég vildi fara í Diplómanámið í Háskóla Íslands, var að mig langaði til að kynnast nýju fólki og læra eitthvað nýtt. Ég kynntist diplómanemendum með þroskahömlun og þroskaþjálfanemendum. Mér fannst gaman að læra með ófötluðum, vann með þeim í hópavinnu, en hópurinn kallaðist Vitringarnir. Það var gaman að skipuleggja lærdómshitting með Vitringunum og læra með þeim með aðstoð Sigrúnar Heiðu.. Ég hvatti fólk til að spila Yatzy bæði í skólanum og í starfsnáminu. Einnig gat ég miðlað minni reynslu af náminu til annarra, dæmi um það er að vinur minn Óskar Óli sem ætlar að sækja um diplómanámið. Það hefur verið gaman í félagslífinu, eins og að fara á árshátíð og vettvangsferðir”. 
Mynd af Atla Má, myndilstamanni

Atli Már, myndlistamaður

Atli Már útskrifaðist úr tveggja ára diplómunámi við Myndlistaskóla Reykjavíkur vorið 2017. Hvað verður um námið?
Mynd af Evu Þórdísi

Eva Þórdís, MA í þjóðfræði

“Mér finnst klárlega að háskólanám eigi að vera fyrir alla sem hafa áhuga og hafa metnað því það eru auðvitað ákveðnar kröfur. En það eiga allir að fá tækifæri til að láta á það reyna. Þá er mikilvægt að geta valið þá braut sem maður hefur áhuga á. Ég hef sjálf tekið mikið þátt í félagslífinu í háskólanum. Ég var heppin með hóp í BA náminu mínu og við höldum ennþá hópinn. En svo er til dæmis Stúdentakjallarinn ekki aðgengilegur fyrir alla þannig að ég sækja hann voða lítið. Það þarf að setja ramp í gryfjuna og svoleiðs þannig að Stúdentakjallarinn sé í alvörunni aðgengilegur. En eftir að ég útskrifaðist úr meistaranáminu 2014 þá hef ég verið að kenna í þjóðfræði og fötlunarfræði. Og ég hef tekið þátt í Jafnréttisdögum og komið að viðburðum með öðrum nemendum og starfsfólki. En þessa daga þá er ég að skrifa umsókn í doktorsnám í þjóðfræði. Svoldið scary að segja frá því en mjög spennandi”.