Hættir diplómunámið í Myndlistaskólanum í Reykjavík?
Eftir tveggja ára tilraunaverkefni þar sem nemendur með þroskahömlun hafa fengið tækifæri til að þroska og nota sköpunargáfu sína og listræna getu í Myndlistaskólanum í Reykjavík er óvissa með framhaldið. Um er að ræða árangursríka tilraun þar sem nemendur hafa aðgang að kennurum, þekkingu, efnivið og aðstöðu til jafns við aðra. Fatlað fólk sem hefur fengið tækifæri til náms og gengið hefðbundna listskólagöngu og útskrifast úr „viðurkenndum“ listaskólum hafa frekar fengið tækifæri til þátttöku í menningarlífinu heldur en sá hópur fatlaðra listamanna sem ekki hefur greiðan aðgang að skólakerfinu. Hér er átt við fólk með þroskahömlun en Margrét M. Norðdahl (2014) kemst að þeirri niðurstöðu í meistaraprófsritgerð sinni frá Listaháskóla Íslands að „kröfur um nám og faglega reynslu eru þeir augljósu þröskuldar sem sýningarsalir, liststofnanir og fagfélag myndlistarmanna setja upp“ (bls. 73).
Halldóra Jónsdóttir, nemi í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Sigrún Huld myndlistakona og nemi í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Elín Fanney, nemi í Myndlistaskólanum í Reykjavík
“Ég var í grunnskóla í Hafnarfirði og fór svo í Flensborg. Ég er núna í námi í Myndlistaskólanum og er mjög ánægð. Ég nota tónlist mikið í mínu daglega lífi og hef verið að vinna með það í myndlistinni”.