Tabú, feminískri fötlunarhreyfingu, var boðið á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða breytingar á hegningarlögum um hatursorðræðu.

Ein konan í nefndinni heitir Anna Kolbrún Árnadóttir og er þingmaður Miðflokksins. Anna Kolbrún er einn gerenda í Klaustursmálinu. Á Klaustri gerðist Anna Kolbrún sek um hatursorðræðu gegn fötluðu fólki. Hún tók líka þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur.

Tabú bað um að Anna Kolbrún mætti ekki á fundinn. Það er mjög óþægilegt fyrir fatlað fólk að sitja fundi með einhverjum sem hefur hegðað sér eins og Anna Kolbrún.

Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og segir að það sé ekki hægt að biðja Önnu Kolbrúnu um að mæta ekki á fundinn.

Tabú ætlar ekki að mæta á fundinn. Alþingi hefði þurft að axla ábyrgð í Klausturmálinu og Klausturþingmennirnir hefðu þurft að segja af sér. Þetta er mjög alvarleg staða. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum á fundum til að ræða hatursorðræðu. Þolendur eru fatlað fólk, hinsegin fólk og konur. Gerendur eru Anna Kolbrún og mennirnir á Klaustri.

https://jafnrettifyriralla.is/2018/12/04/hatursordraeda/