Leiðarþing Átaks
Um leiðarþing Átaks skrifar Haukur Guðmundsson
Leiðarþingsdagurinn var haldinn þann 9.apríl 2016 síðastliðinn í húsaskjóli Háskóla Íslands í Stakkahlíðinni. Leiðarþingið er á vegum Átaks sem er Félag fólks með þroskahömlun. Fundarstjóri var Óttarr Proppé.
Búið var að gera stofur tilbúnar og var búið að koma með mat fyrir fólkið og síðan kom fólk saman í stofu H207 og voru þar haldir fyrirlestrar um aðgengi að jafnréttismálum, aðgengi að samgöngumálum og aðgengi að húsnæðisnæðismálum.
Og svona voru fyrirlestra settir upp þar sem aðgengi að samfélaginu var fyrst og voru þeir fyrirlestrar búinir kl.10:10 og síðan voru fyrirlestra um jafnréttismálin. Það er svo skemmtilegt að segja frá því að við jafnréttiskallarnir vorum með erindi um rannsóknarvinnuna okkar sem fjallar um jafnrétti fyrir karla. Og voru þeir fyrirlestra búnir klukkan 11:00. Þá tók við matahlé sem var búið klukkan 11:15. Þá tók við fyrri hópavinnutíminn hjá öllum og fór þá fólk í sína hópa sem þau voru búin að velja þegar þau skráðu sig á leiðarþingið og voru það þessi aðgengismál sem voru rætt í hópunum.
Hópavinnan stóð yfir til klukkan12:05 en þá var farið í annað matahlé til 12:45. Þá tóku síðustu fyrirlestarnir við og voru þeir um aðgengi að húsnæðismálum og var það búið kl.13:35 og þá kom enn eitt matahléið og var það til 13:50. Loks var farið í seinni hópavinnutímann og stóð hann yfir til klukkan14:40. Eftir það komu allir saman aftur í Stofu H207 þar sem dagurinn byrjaði og þar sem voru líka allir fyrirlestrarnir og var það í síðasta skiptið þann dag og var þá farið yfir niðurstöðurnar í hópavinnunni og ályktanir í kringum þær líka og var það búið kl.15:00. Eftir leiðarþingið var fólki boðið að koma á Aðalfund Átaks sem var haldinn á sama stað en ekki í sömu stofu og byrjaði fundurinn kl.15:30 og stóð yfir til klukkan 17:00. Í lok fundarins var kosið í nýja stjórn félagsins og talað um hvað Átak væri að gera vel.
Um ályktun Átaks má lesa hér