Jafnrétti fyrir alla heldur til Amsterdam

Jafnrétti fyrir alla fór til Amsterdam  og tók þátt í ráðstefnunni The Art of Belonging sem haldin var í þriðja sinn 30.11 – 02.12.17. Við héldum erindi um verkefnið okkar, skærulist og myndaritgerðir og hlustuðum á margar áhugaverðar kynningar um samvinnurannsóknir í fötlunarfræði. Við nýttum líka tímann og kíktum í bæinn, fórum út að borða, fengum okkur bjór, versluðum föt og fórum á Momo safnið og skoðuðum sýningu skærulistamannsins Banksy.